Símatími

Mán - þri kl. 10-13

Hafa samband

heimilin@heimilin.is

Á döfinni

Verðtryggt lán eða vanskil?

Hagsmunasamtök heimilanna fordæmdu nýlega fjórtándu vaxtahækkun seðlabankans í röð og áréttuðu að ekkert réttlætti sífelldar árásir á heimilin. Aukin greiðslubyrði fasteignalána hefur verið mörgum heimilum allt of þungur baggi og því hafa lánþegar nú streymt yfir í verðtryggð fasteignalán. Fjölmargir íbúðarkaupendur neyðast því til þess að grípa til þessarar ráðstöfunar, til þess eins að vera í skilum. Húsnæðisöryggi er í húfi. 

Lesa áfram...

Fólk leitar til samtakanna vegna hrunskulda

Viðtal við formann Hagsmunasamtaka heimilanna í Reykjavík síðdegis - 26. ágúst síðastliðinn hefur vakið athygli. Fólk hefur í kjölfarið leitað til samtakanna eftir ráðgjöf og nýir félagsmenn hafa bæst í hópinn. Í viðtalinu vakti formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Ásthildur Lóa Þórsdóttir athygli á því að ennþá sé fólk fast á vanskilaskrá vegna gamalla hrunskulda.

Oftar en ekki er um að ræða einstaklinga sem misstu heimili sitt í hruninu. Húsnæðið var selt á uppboði undir markaðsverði og jafnvel þó bankinn sé fyrir löngu búinn að fá greitt að fullu upp í sína kröfu, þá er fólk ennþá fast á vanskilaskrá og fær enga fyrirgreiðslu. Hrunið er því miður enn að hafa áhrif á lífsskilyrði fólks sem missti eigur sínar vegna gjaldþrota bankanna. Það er fyrir löngu orðið tímabært að þessir einstaklingar endurheimti líf sitt. 

Samtökin hafa lengi vakið athygli á málefnum þessa hóps en mætt daufum eyrum. Við munum halda áfram að halda málefnum þeirra á lofti, ásamt öðru sem úr þarf að bæta í viðskiptum venjulegs fólks á fjármálamarkaði.

Reykjavík síðdegis: Margir sem fóru illa út úr hruninu komast ekki af vanskilaskrá - Reykjavík síðdegis 26. ágúst

 

Hagsmunasamtök heimilanna



Lesa áfram...

Óháð ráðgjöf og réttindagæsla á fjármálamarkaði

Sendu okkur fyrirspurn á  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.  ef þú þarfnast óháðrar ráðgjafar vegna viðskipta þinna við fjármálastofnanir.

Hagsmunasamtök heimilanna bjóða félagsmönnum og öðrum sem til samtakanna leita óháða lögfræðiráðgjöf á fjármálamarkaði.

Við leggjum áherslu á að svara öllum fyrirspurnum og eins fljótt og kostur er. 

Í mikilvægum lánaviðskiptum, eins og fasteignalánum þarf venjulegt fólk að hafa aðgang að óháðri ráðgjöf án aðkomu bankanna. 

Einokun bankanna í ráðgjöf á fjármálamarkaði er tímaskekkja. Þú átt rétt á óháðri ráðgjöf. Ekki hika við að hafa samband.

 

Réttindagæsla á fjármálamarkaði

Samstaða og samtakamáttur vega þungt í mikilvægum réttindamálum og bættum kjörum. Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 í kjölfar gjaldþrota bankanna. Síðan þá hafa samtökin staðið vörð um réttindi heimilanna í viðskiptum á fjármálamarkaði með baráttu í margvíslegum hagsmunamálum. Einn veigamikill hlekkur í starfsemi samtakanna hefur einmitt verið aðstoð og ráðgjöf til félagsmanna. Samtökin stefna að því að efla og styrkja þá starfsemi og vilja nú bjóða aðild að samtökunum og með því aðgang að óháðri ráðgjafaþjónustu. Árgjald Hagsmunasamtaka heimilanna er 4.900 krónur og er valkvætt. Aðild er því eins hagstæð og sveigjanleg og nokkur kostur er. 

Við viljum því bjóða þér að skrá þig í samtökin. Það getur þú gert hér: Félagaskráning í Hagsmunasamtök heimilanna.

Við erum 8.400 og viljum verða miklu fleiri!



Lesa áfram...
Subscribe to this RSS feed

© Hannað af Filmís 

Hagsmunasamtök heimilanna voru stofnuð 15. janúar 2009 og eru frjáls og óháð hagsmunasamtök á neytendasviði, til varnar og hagsbóta fyrir heimilin í landinu.

Orð frá formanni

CEO 

Orð frá formanni Varlega áætlað hafa 15.000 fjölskyldur, 45.000 einstaklingar misst heimili sín frá hruni. Enginn hefur svarað fyrir það, hvað þá axlað á því ábyrgð. 

Þegar 15% þjóðarinnar missa heimili sín, gætir áhrifanna víða. Við sjáum þau í ástandinu á leigumarkaði og við sjáum þau líka í auknum kvíða meðal ungmenna og kulnun hjá þeim sem eldri eru.

Þegar fólk er svipt heimilum sínum glatar það öryggi sínu sínu og fótfestu. Þegar við bætist magnvana reiði og örvænting vegna óréttlætisins sem það stendur frammi fyrir ásamt hjálpar- og varnaleysinu sem það upplifir þegar heimilinu er hreinlega stolið af því, er ekki nema von að eitthvað láti undan.

Spillingin í þjóðfélaginu er djúp og hún á sér margar hliðar. Hún birtist ekki bara í háu húsnæðisverði og skelfilegum leigumarkaði eða háum vöxtum og verðtryggingu, hún birtist ekki bara í því hvernig lífeyrissjóðirnir misfara með fé okkar allra eða í „krónu á móti krónu“ skerðingu, hún birtist ekki bara í lágum launum verkafólks á meðan sjálftökufólk af ýmsum toga skammtar sjálfu sér milljónir, hún birtist ekki bara í spilltum dómstólum sem gæta hagsmuna „hinna sterku“ í dómum sínum eða í því hvernig lög- og stjórnaskrárvarin réttindi hafa verið brotin á neytendum frá hruni með skelfilegum afleiðingum.

Nei, hún birtist í þessu öllu og meiru til. Spillingin er djúp og teygir anga sína víða. Hana þarf að rífa upp með rótum til að hægt sé að byggja upp nýtt og betra þjóðfélag.

Fyrsta skrefið væri að að afnema verðtryggingu á lánum heimilanna! Öðruvísi er ekki hægt að skapa eðlilegan húsnæðismarkað eða stöðva sjálftöku fjármálastofnanna á tekjum fólks.

En til að takast á við ræturnar þarf að fara fram rannsókn á aðgerðum stjórnvalda eftir hrun. Jú það var líka spilling fyrir hrun, en þá urðu ákveðin vatnaskil og það var þá sem meðvituð ákvörðun var tekin um að fórna heimilum landsins fyrir bankana.

15.000 heimili eiga skilið að fá svör og uppreist æru.

Við biðjum ykkur um að styðja kröfuna um Rannsóknarskýrslu heimilanna!

Ásthildur Lóa Þórsdóttir
Formaður HH

Fylgstu með á samfélagsmiðlum